Vörzlumaður annarra manna fjár lánar ekki sjálfum sér og syni sínum 95 milljónir króna úr lífeyrissjóði. Slíkt er ekki á gráa svæðinu, heldur langt úti af kortinu. Enginn sjóðsstjóri getur haft vald til slíks athæfis eða reiknað með að sleppa við kæru, þegar komizt hefur í hámæli. … Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar á þessa dagana í deilu við fyrrverandi formann sjóðsins um sekt og sakleysi. Athyglisvert er, að sá er fyrrverandi formaður eins stærsta stéttarfélagsins og sat í sjóðnum með fyrrverandi framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins. …