Hættan á hryðjuverkum núna meiri en nokkru sinni fyrr að mati bandarískra embættismanna. Þótt Bandaríkin hafi haft hendur í hári nokkurra millistjóra alKaída, hefur hreyfingin breiðst út og náð samstarfi við hliðstæðar hreyfingar, svo sem Abu Zarkavi í Írak. Net hryðjuverkasveita er dreifðara en áður og erfiðara viðureignar. Allt þetta hafa menn lengi vitað, en Bush forseti hefur lengi haldið fram, að vel gangi aðgerðir gegn hryðjuverkum. Hann segir líka að vel gangi í Afganistan og Írak, þótt aðrir séu aldeilis ekki á sama máli.
