Siðblindir pólitíkusar

Punktar

Flestir pólitíkusar eru siðblindir. Ljúga að kjósendum, lofa og svíkja, það er siðblindingjum svo auðvelt. Þiggja prófkjörsfé af hagsmunaaðilum og gæta hagsmuna þeirra. Siðblindingjar og pólitíkusar eru sjálfhverfir, tillitslausir, lygarar fram í fingurgómana, án sektarkenndar, yfirborðslegir og sleipir. Skoðaðu texta þeirra í fjölmiðlum og sjáðu, hvernig þeir dansa til og frá og brosa framan í alla. Taka enga ábyrgð á gerðum sínum. Mundu, þegar Benedikt skýrði frá afnámi tíuþúsund króna seðilsins. Hrósaði sjálfum sér, en snérist á punktinum, er hann fattaði, að enginn vildi afnámið. Sagðist ekki einu sinni hafa lesið skjalið.