Siðblindi skólastjórinn

Punktar

Furðulegt var að horfa á Ólaf Johnson skólastjóra í sjónvarpinu. Bófinn er með allt niður um sig. Ríkisendurskoðun segir hann hafa náð tugmilljónum króna út úr taprekstri Hraðbrautarinnar. Hann mjólkaði skólann og skildi hann eftir í rúst. Bísperrtur segir bófinn, að þetta sé hápólitísk aðför að sér og skólanum. Eins og ýmsir fleiri frá 2007 er Ólafur gersamlega siðlaus. Ber öll sálfræðileg einkenni þeirra, sem þekkja engan mun á réttu og röngu. Heimur íslenzkra fjármála var síðasta áratug fullur af þannig fólki. Raunar er rannsóknarefni, hvernig Ísland gat fóstrað svona marga siðblindingja.