Siðblinda er burðarvirki

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir, að ofsaríkir verði enn ríkari og fátækir fái aldeilis að kenna á því. Hann er eins og talsmenn flokksins í fjölmiðlum. Þeir skrifa um fátæka sem aumingja og um skattbyrði af þeirra völdum. Raunar telja þeir margs konar ólán, svo sem örorku og húsnæðismissi, vera refsingu guðs fyrir að vera aumingi. Erlend börn, sem hafa verið á flótta frá fæðingu, fá skammir fyrir að leita hælis hér á landi. Meðan almenningur furðar sig á mannvonzku innanríkisráðherrans, lofa talsmenn ráðherrann fyrir að hafna allri samúð. Það er greinilegt, að siðblinda er sjálft burðarvirkið í Sjálfstæðisflokknum.