Siðblinda æðri stétta

Punktar

Siðblinda, öðru nafni síkópatía, er hættulegasti geðsjúkdómurinn. Sérstaða hans felst í, að siðblindingjum reynist létt að blekkja umhverfi sitt. Þá skortir sektarkennd, þeir túlka gerðir sínar á sérstæðan hátt, afneita þeim eða kenna öðrum um. Samanber Davíð. Glæpahneigð er skylt hugtak, einkum um lægri stéttir, þar sem menn stela bjórkippum eða sjónvarpstækjum. Siðblinda hentar betur æðri stéttum, einkum stjórnmála og viðskipta. Lögin eru þannig smíðuð, að þau ná síður til ofurþjófa en smáþjófa. Við sáum það vel eftir hrunið. Fróðlegt verður að heyra marga siðblindingja hrunsins fyrir rétti.