Síðasta sort Ásmundar

Punktar

Hrokinn er alls staðar samur. Ásmundur Stefánsson getur ekki ungað út úr sér, hvers vegna innri endurskoðandi Landsbankans hætti störfum. Var það vegna þess að hann var áður yfirmaður alþjóðasviðs? Þar sem hann bar ábyrgð á IceSave? Var þrýstingur almennings orðinn nógu mikill? Ásmundur getur engu svarað um það, sem máli skiptir. Allra sízt getur hann játað, að þrýstingur almennings skipti máli. Það væri aldeilis síðasta sort, ef yfirstéttarmaður játaði eitthvað slíkt. Ásmundur getur sem formaður bankaráðsins ekki lýst neinni skoðun á afstöðu bankaráðsins til útrásarvíkinga gamla Landsbankans.