Bankar og sjóðir reyna til hins ítrasta að sniðganga hæstaréttardóma um ítrekuð lögbrot þeirra á viðskiptamönnum. Hafa hersveitir lagatækna til að skálda upp, að dómarnir hafi ekki fordæmisgildi. Núverandi bankastjórar bera ábyrgð á stefnunni, svo og aðrir yfirmenn, þar með deildarstjórar. Meðferð banka á almennum viðskiptavinum stingur í stúf við ástarsamband þeirra við ofurbófana, sem stálu milljörðum. Að mínu viti ættu lög að vera svo siðleg, að yfirmenn banka sættu varðhaldi og saksókn vegna mismununar og siðleysis. Síðan yrðu þeir samkvæmt þessum sömu siðalögum dæmdir í ævilangt fangelsi.