Höskuldur H. Ólafsson var síbrotamaður áður en hann varð bankastjóri. Árið 2007 var Eimskip sektað um 310 milljónir fyrir bolabrögð gegn Samskipum. Þá var Höskuldur framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips og var þar í samráðum um lögbrotin. Árið 2009 var gerð húsleit hjá Valitor vegna samkeppnisbrots. Höskuldur var þá forstjóri Valitors, sem áður hét Visa. Málinu er ólokið, en Höskuldur er enn í rannsókn hjá eftirlitinu. Guðrún Johnsen viðskiptakennari telur hann slíkan happafeng hjá Arion, að honum beri tíu milljónir í tannfé. Bankaráðsmaðurinn er dæmi um, að græðgisstefna ársins 2007 lifir góðu lífi.