Síamstvíburarnir

Punktar

Í bókum sínum hefur Chalmers Johnson einkum rakið sögu CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Hann rekur, hvernig heimsvalda- og hryðjuverkastefna hefur leikið bandarískt lýðveldi og breytt því í forsetaeinræði. Nú er heimsveldið og hryðjuverkin orðin svo dýr í rekstri, að efnahagur landsins riðar til falls. Bandaríkin er mest skuldsetta ríki heims, lifa óralangt um efni fram. Nánast allur heimurinn hatar Bandaríkin og biður fyrir hruni þeirra. Staðan er orðin hin sama og hún var í Róm, þegar Rómarveldi hrundi. Johnson segir, að Bush einræðisherra og Osama bin Laden séu síamstvíburar.