Sex mánuðir og 24 kíló

Punktar

Nú er niðurstaðan fengin, sex mánuðir liðnir og 24 kiló farin, meira en ráð var fyrir gert. Enginn matarkúr og engin gerviefni, engin stólpípa og ekkert herbalife, engir töfrar og engir fakírar. Fór fyrst í mánuð á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Lærði þar að borða ekkert milli mála og fá mér ekki aftur á diskinn. Lærði þar að stunda daglega líkamsrækt. Hélt þessari forskrift, þegar heim var komið. Geri ráð fyrir, að rýrna hægt og lítið til viðbótar, en átakinu er lokið. Nú kemur að erfiða þættinum: Að viðhalda árangrinum. Í þeim þætti bila flestir. Þeirra bíður aðeins að ná aftur allri fyrri þyngd.