Kominn er tími til að taka dampinn úr umræðunni um IceSave. Við þurfum að skipta yfir í hlutlausan gír. Henda má samningnum inn á Alþingi og setja hann þar í nefnd. Gefa sér þar góðan tíma. Ekki byrja að rífast hástöfum. Finna heldur einhverja millileið, helzt einhverja, sem flestir geta sætt sig við. Finna leið, sem útlendingar taka sem eins konar samþykki með semingi. Og sem við hin tökum sem eins konar yfirlýsingu um að málið sé óraunhæft. Ekki sé hægt að heimta, að 300.000 manns borgi 900.000.000.000 krónur. Útlendingar skilja hugtakið þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn.