Sérsveit með lambhúshettur

Punktar

Lambhúshettur eru orðnar einkenni mótmæla hér á landi. Sérsveit löggunnar notar lambhúshettur til að þekkjast ekki. Mótmælendur nota þær líka til að þekkjast ekki. Ég skil ekki, af hverju lögreglustjórinn í Reykjavík amast við lambhúshettum andófsfólks. Hann segir þær ólöglegar. Af hverju dregur hann þá ekki lambhúshetturnar af hausum sérsveitarmanna? Þær eru væntanlega eins ólöglegar. Lambhúshetturnar eru þjark um keisarans skegg. Málið er, að fyrsta dag Nýja-Íslands verða lögreglustjórarnir reknir og lambhúshettumenn fasistasveitarinnar. Þá þarf ekki lengur lambhúshettur hér á landi.