Sérstök fyrirgreiðsla

Punktar

Davíð Oddsson upplýsti ekki, hver fyrirtækin og mennirnir voru, sem fengu sérstaka fyrirgreiðslu í bönkunum í tengslum við hrunið. Í Kastljósi sagði hann þessa aðila skipta hundruðum, þar á meðal þekkt fólk í stjórnmálum. Hann hafi bent rannsóknaraðilum á þetta, en ekkert hafi verið gert með það. Lögreglustjórar og Fjármálaeftirlitið hafa stungið þessu undir stól. Nú hefur verið skipaður sérstakur saksóknari, sem væntanlega lætur það verða sitt fyrsta verk að fá listann hjá Davíð. Ef hann er réttur, hefur ósiðlega verið forðazt að velta við steinum í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde.