Sérkennilegar stríðsæsingar

Punktar

Bandaríkjastjórn er með aðstoð bandarískra fjölmiðla komin í krossferð gegn Íran. Heldur fram furðusögu um, að bílasalinn Manssor Arbabsiar hafi ætlað að drepa Adel al Jubeir, sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum. Stjórn Írans sé að baki bílasalanum. Málsefnin eru langsótt og hafa hlotið litlar undirtektir erlendis. Bandaríkjastjórn hóf af þessu tilefni stríðsæsingar og heimtar þáttöku Vesturlanda í þeim. Mér finnst líklegt að málatilbúnaðurinn sé liður í nýhafinni baráttu Barack Obama fyrir endurkjöri sem forseti. Það vestra er alltaf líklegra til sigurs að vera stríðsforseti en friðarforseti.