Séríslenzkar aðferðir

Punktar

Mig langar alltaf til Evrópu, þegar ég les eða heyri Bjarna Harðarson. Hann skrifar oft af angurværð um Framsókn þess tíma, er menn tóku ekki mark á fjölþjóðlegum straumum í pólitík og leyfðu séríslenzkri spillingu að dafna undir verndarvæng Framsóknar. Séríslenzkar aðferðir hafa ævinlega leitt til bölvunar, allt frá bátagjaldeyri til brennivínseinokunar. Okkur hefur gengið bezt, þegar við höfum stælt útlönd. Reglugerðir Evrópusambandsins hafa 95% verið okkur til gæfu. Mig langar á Caffè Greco í Róm eða Henri IV í París, þegar ég heyri í gúmmískónum og Kaupfélaginu á 21. öld.