Séra Wright er réttur

Punktar

Bandaríkjamenn hneykslast á séra Jeremiah Wright, sem var prestur Barack Obama. Samt fer Wright ekki bara með bull. Bandaríkin eru vissulega mesta drápsríki heimsins og stærsta hryðjuverkaríki heimsins. Bandaríkjamenn tala um “mistök” í Írak. En fást ekki til að hafna rétti ríkisins til að fara í nafni frelsis með eldi og brennisteini um heiminn. Enginn þriggja frambjóðenda til forseta er fær um að rétta af utanríkispólitískan kúrs Bandaríkjanna. Nýja hægrið hefur geirneglt umræðuna í landinu. Svo að þjóðin er ófær um að sjá sannleikann um sjálfa sig sem hryllingsþjóð.