Séra Jón og bókstafurinn

Punktar

Séra Jón Þorvarðarson fermdi mig. Hann fylgdi trúarjátningunni, var laus við bókstafstrú og trú á spádóma. Hann sagði, að enginn ágreiningur væri milli kristni og vísinda. Kirkjan væri sátt við þróunarkenninguna. Orðalag biblíunnar væri fremur táknrænt en innblásið. Hann var ólíkur róttæklingum, sem fara hamförum á Omega. Þeir stunda þrætubók í túlkunum á biblíunni, trúa á heimsenda í nánd og þykjast vita, hvernig hann gerist. Minn prestur hefði ekki samþykkt hina sérstæðu og langsóttu útgáfu Omega af kristni. Mér sýnist hún jafngilda gyðingatrú og íslam í spádómum, ofsa og þrætubók.