Slagurinn um olíuna harðnar. Minna magn finnst í nýjum olíulindum en eyðist af hinum gömlu. Verra er, að erfiða og dýra olían er eftir. Sem unnin er úr olíusandi og sem unnin er af miklu sjávardýpi. Því hækkar verð á olíunni, burtséð frá sveiflum í kauphöllum. Alþjóðastjórnmál og styrjaldir eru farin að snúast um aðgang að olíu. Miðasturlönd njóta linda sinna í peningum og gjalda fyrir þær um leið í ófriði. Bandaríkin vilja eiga þetta allt fyrir sig, en fá jafnframt harða keppinauta, til dæmis Kína. Allir, sem ekki eiga olíu, þar með Íslendingar, þurfa að flýta sér að skipta í nýja orkugjafa.