Sekur eins og erfðasyndin

Punktar

Baldur Guðlaugsson verður hreinsaður af vinum sínum í Hæstarétti. En hann er samt sekur eins og sjálf erfðasyndin. Héraðsdómur komst að því, dæmdi hann í tveggja ára tugthús og gerði þýfið upptækt. Hann hafði misnotað stöðu sína sem ráðuneytisstjóri til innherjasvika. Þetta er allt einfalt og augljóst. Hæstiréttur er hins vegar að töluverðu leyti skipaður skjólstæðingum og vinum Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar. Þeir munu reyna að draga úr héraðsdómi. Ég spái, að þeir muni sýkna Baldur. Það verður útfararskrift þess dómstóls, sem með orðhengilshætti hefur ítrekað gengið fram af fólki.