Seintekinn gróði

Punktar

Íslendingar hafa löngum hallað sér að Bandaríkjunum og Bretlandi. Það er röksemd forsætisráðherra og utanríkisráðherra fyrir stuðningi þeirra við blessað stríðið, það er að segja fjöldamorð nýlenduveldanna á óbreyttum borgurum Íraks. Ráðherrarnir tveir segja, að hefð sé fyrir því, að Ísland taki meira mark á ofangreindum ríkjum, heldur en á Frakklandi og Þýzkalandi. Þessi hefð vegur þyngra á metunum en breytingin á stefnu Bandaríkjastjórnar, sem nú leggur áherzlu á, að hagsmunir smáríkja á borð við Ísland víki fyrir hagsmunum stórvelda. Hætt er við, að seintekinn verði gróði Íslands af stuðningi Davíðs og Halldórs við hin nýju og róttæku valdaöfl í Bandaríkjunum.