Seinlæti Sérstaks veldur reiði

Punktar

Mikið af reiðinni í samfélaginu snýst ekki um aðgerðaleysi stjórnarinnar. Andstaðan gegn IceSave nær til 15% landsmanna. Hún snýst að hálfu leyti um seinlæti í störfum Sérstaks saksóknara. Fólk hefur ekki þolinmæði til að bíða sjö ár. Segir, að stjórnin hafi engan áhuga á að sækja bankabófa og útrásarbófa til greiðslu IceSave. Það er ekki rétt, sett var upp fjölmennt embætti Sérstaks. Hann ætlaði að byrja að gefa út kærur fyrir tæpu ári, en er ekki byrjaður enn. Á því eru vafalaust skýringar. En seinkunin margfaldar óbeit fólks á yfirtöku skulda, sem útrásarbófar og bankabófar eigi að borga.