Bretland og Svíþjóð eru einu Evrópuríkin, sem fylgja áætlun um aðgerðir til að ná markmiðum Kyoto-bókunarinnar um takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Frakkland, Grikkland og Þýzkaland eru sögð geta náð markmiðunum í tæka tíð, ef þau taka sig á. Önnur ríki eru meira eða minna í vondum málum. Íslands er ekki getið í þessu samhengi, enda erum við stundum ekki talin til Evrópumanna. Það er óháð stofnun, IPPR, sem kannaði stöðu ríkjanna. Forstjóri hennar sagði, að mannkynið væri nú komið í þá stöðu, að skaða