Seinagangur Davíðsmáls

Punktar

Hvaða ræfildómur og seinagangur er þetta í ríkisstjórninni? Lengi hefur verið ljóst, að meginþáttur samstarfs Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar snýst um að losa þjóðina við Davíð. Til þess þarf að keyra málið áfram á Alþingi. Fáránlegt að hafa þingið í helgarfríi. Nýja stjórnin hefur ekki náð neinni sátt við þjóðina, fyrr en Davíð er farinn úr bankanum. Seðlabankafrumvarpið er dæmi um mál, sem ætti að keyra í gegn á tveimur sólarhringum. Annað eins hefur gerzt ótal sinnum í sögu þingsins. Það æsir bara frjálshyggjuna upp að sýna henni linkind í mikilvægasta málinu.