Loksins er trúfrelsi komið til Grikklands. Mönnum leyfist að dýrka gömlu goðin, svo sem Seif og Heru og Aþenu. Orþódoxar eru ekki hrifnir og fara spældum orðum um 2000 áhangendur gömlu trúarinnar, segja þá trúa á stokka og steina og nýaldarspeki. Ólíkt mildari var íslenzka lúterstrúin, þegar Ásatrúarmenn leituðu frelsis á sínum tíma. En nú hefur dómstóll í Aþenu samþykkt, að Grikkir megi fara sömu leið og Íslendingar. Enda er ófært, að enginn leiti halds og trausts hjá Póseidon og Hermesi, svo ekki sé talað um Apolló. En af hverju var ekki trúfrelsi í Grikklandi fyrir þennan dag?