Sauðirnir skila sér

Punktar

Sauðir flokksins munu margir skila sér heim að húsum, þótt þeir hafi hlaupið á fjöll í áföllum, sem nýjustu athafnir forsætis- og dómsmálaráðherranna hafa valdið flokknum. Ríkisstjórnin hefur tapað orrustum, en stríðinu er hvergi nærri lokið. Glatað fylgi skilar sér yfirleitt um síðir. … Stöðu flokksformanns annars vegar og kjósenda hins vegar í Sjálfstæðisflokknum hefur frá ómunatíð verið stjórnað af óskrifuðu samkomulagi um, að formaðurinn standi og falli með því að skaffa. Hann er ráðinn til að hugsa og framkvæma. Hann er fjárhirðirinn og vísar slóðina, sem sauðirnir rölta. …