Lítt traustvekjandi eru viðbrögð og viðbragðaleysi landsfeðra við kreppu síðustu mánaða. Forsætisráðherra sá hana ekki koma, þótt aðrir hafi varað við henni. Hann hefur lítið gert og mikið falið sig erlendis. Hefur lýst áhyggjum af velferð banka, en litlum af velferð fólks, sem bankarnir steypa í skuldir. Vill engu breyta nema Íbúðalánasjóði að kröfu glæpabankanna. Seðlabankinn er engu skárri, sá ekki, að kreppan væri að koma. Hefur hækkað vextina að venju. Var lengi að væla út stuðning norrænna seðlabanka. Þesa erfiðu mánuði hafa Geir H. Haarde og Davíð Oddsson enga forustuhæfni sýnt.