Sáu ekki eineltið

Punktar

Eftir því sem fjölgar lýsingum á kynórum og einelti í Landakotsskóla, furða ég mig meira á fyrri þöggun. Hér er fullt af forréttindabörnum, sem urðu vitni að einelti afgangsbarna og létu sér það vel líka. Koma jafnvel fram í fjölmiðlum og vitna um ágæti skólans. Voru þó látin fylgjast með eineltinu. Um áratuga skeið hef ég stundum hitt fólk, sem vegsamar skólann. Hrósar sér af að hafa verið þar og af að senda börnin sín þangað. Eitthvað meira en lítið er bogið við glansmyndina. Sjálfur hef ég aldrei trúað, að þetta væri neitt merkilegur skóli. Svo kemur í ljós, að hann var einstakur í sinni röð.