Ég er sáttur við að flokkur bófa og bjána fái 20% fylgi í næstu kosningum eins og skoðanakannanir sýna. Flokki hrunverja og kvótagreifa verður ekki komið neðar, því nóg er til af fábjánum, sem styðja valdastéttina. Mestu skiptir, að Flokkurinn fái ekki fylgi frá hinum óákveðnu, sem eru stærsti flokkurinn, hálf þjóðin. Til að virkja þau atkvæði þarf fleiri trúverðug framboð. Einkum væri gott að fá framboð fulltrúa úr stjórnlagaráði. Þar kom fram pólitísk hugsjón um samstarf, sem alveg skortir í fjórflokknum. Stóra verkefnið okkar er að hindra endurkomu flokks valdastéttarinnar að völdunum.