Sáttmáli eymdarinnar

Punktar

Sáttmáli um stöðugleika jafngildir friði á vinnumarkaði. Annað gagn gerir hann ekki, en mikill skaði fylgir honum. Aðilar vinnumarkaðarins gæta ekki hagsmuna almennings, heldur sérhagsmuna. Til dæmis þeirra, sem betur eru settir. Alþýðusambandið er eins og spegilmynd af Samtökum atvinnulífsins. Þar ríkir sama eymdarhagfræði frjálshyggju. Á báðum stöðum ráða ferðinni hagfræðingar eymdarinnar. Alþýðusambandið hefur óbeit á sköttum og vill heldur skerða þjónustu við þá, sem minna mega sín. Samtök atvinnulífsins reyna svo að troða inn banni við frekari hugmyndum um fyrningu aflakvóta.