Fólk hefur ýmsar skoðanir á auglýsingum frambjóðenda til stjórnlagaþings eins og gengur. Sárafáir af 523 frambjóðendum hafa enn auglýst á fésbók, þar sem auglýsingar eru þá ódýrastar. Fjölmiðlar eru nánast auglýsingalausir, nema kannski Mogginn. Þar auglýsa hægri sinnaðir frambjóðendur, sem vilja hindra breytingar á stjórnarskránni. Hundrað frambjóðendur gáfu yfirlýsingu um, að þeir kaupi ekki auglýsingar. Auðveldar valið kjósendum, sem hafna auglýsingastríði frambjóðenda. Aðrir geta litið á þetta framtak sem aðferð blankra og annarra auglýsingalausra til að fá ókeypis kynningu.