Sáraeinföld lágmarkskrafa

Punktar

Lágmarkskrafan er þessi: Ríkisstjórnin víki öll, hún var búin að vera á vaktinni í hálft annað ár, þegar allt hrundi. Því vantar ekki bara peninga, heldur ríkir hér ekkert traust, ekkert lýðræði og ekkert réttlæti. Allir yfirmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins verði reknir án samninga um starfslok, þeir steinsváfu á verðinum. Sömuleiðis helztu ráðuneytisstjórar. Allir yfirmenn gömlu bankanna verði reknir úr áhrifastöðum í nýju bönkunum. Allir. Höfðað verði mál gegn mörgum þeirra fyrir blekkingar og fjárglæfra. Einnig verði höfðað mál gegn útrásarvíkingum af sömu ástæðum. Lágmarkskrafa.