Sannleikurinn

Punktar

Íslendingar eru ekki beinlínis andvígir sannleika, en gera lítið með hann. Algeng iðja manna er að velta fyrir sér, hvort segja eigi satt, hvort ekki sé heppilegra fyrir alla aðila, að hluti sannleikans liggi kyrr eða hann allur. Víða í öðrum löndum, sérstaklega þó í Bandaríkjunum, eru menn næmir fyrir sannleika og verða fokvondir, ef að þeim er logið. Hér finnst mönnum slíkt vera sjálfsagt. Þeir, sem staðnir eru að lygi, segja bara við sjálfan sig: “Gengur betur næst”. Mér telst til, að á langri ævi hafi helmingurinn af því, sem mér hefur verið sagt, ekki verið sannleikanum samkvæmt