Sannleiksráðuneytið

Punktar

Afsögn Alastair Campbell, yfirlygara brezka forsætisráðuneytisins, hefur leitt til þess, að Tony Blair forsætisráðherra er að koma á fót sérstöku sannleiksráðuneyti að hætti skáldsögunnar 1984 eftir George Orwell. Þetta er að tillögu Peter Mandelson, sem var fyrsti spunameistarinn og sá, sem mestu óorði kom á embættið. Hér eftir verða öllum meiri háttar lygum brezku stjórnarinnar miðstýrt frá einum stað. Frá þessu segja Andy McSmith og Jo Dillon í Independent.