Samþykktin er neistinn

Punktar

Margt mun batna, þegar Alþingi staðfestir IceSave. Fyrirtækin, sem gefa út lánshæfismat, segja áhættuálag á Ísland munu lækka. Munum því borga lægri vexti af erlendum lánum. Landsvirkjun fær loksins lán í Búðarháls og getur farið að sækja um lán til orkuvers við Urriðafoss. Það er enn frosið, þótt samningurinn við Flóahrepp sé loksins orðinn gildur. Ef forsetinn neitar svo þessari niðurstöðu, hrekkur allt til baka aftur. Þjóðrembingar geta haldið áfram að saka ríkisstjórnina um að láta ekki hjólin snúast. Þetta er allt sama þjóðrembda gengið, sem bregður á ýmsan hátt fæti fyrir efnahag okkar.