Samstarf gegn yfirgangi

Punktar

Simon Tisdall segir í Guardian, að ríkisstjórnir Vestur-Evrópu séu í vandræðum með að umgangast taumlausan vilja Bandaríkjaforseta til yfirgangs í heiminum, gegn fyrrverandi bandamönnum sínum í Vestur-Evrópu jafnt sem öðrum. Hann telur, að ráðamenn ríkja á borð við Frakkland og Þýzkaland séu dæmdir, meðal annars vegna almenningsálitsins, til að vinna gegn heimsvaldastefnu Bandaríkjastjórnar, sem og ráðamenn ríkja á borð við Rússland og Indland. Ekkert ríki af slíkri stærðargráðu geti sætt sig við yfirgang að hætti George W. Bush. Tisdall telur, að andstæðingar yfirgangsins muni neyðast til að sameina kraftana með því að leggja meira af fullveldi ríkja sinna í sameiginlegt púkk á borð við Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.