Reykjavíkurlistinn stendur fyrir samsæri milli flokka um að misnota Reykjavíkurborg til að standa undir kostnaði við hanastél, sem koma borginni sem stofnun ekki við. Þannig sagði DV frá því í gær, að Stefán Jón Hafstein hafi launað 30-40 manns fyrir góð störf í þágu Samfylkingarinnar með ókeypis hanastéli í Ráðhúsinu. Spilltur Stefán Jón er kokhraustur og segir langa hefð vera fyrir slíkum boðum, þar sem Reykjavík kynni starf sitt. Hér á bæ köllum við þetta bara stuld og spillingu, en Stefán sér það ekki, enda búinn að vera of lengi við stjórnvölinn hjá Reykjavíkurborg.