Samsæri um hanastél

Punktar

Reykjavíkurlistinn stendur fyrir samsæri milli flokka um að misnota Reykjavíkurborg til að standa undir kostnaði við hanastél, sem koma borginni sem stofnun ekki við. Þannig sagði DV frá því í gær, að Stefán Jón Hafstein hafi launað 30-40 manns fyrir góð störf í þágu Samfylkingarinnar með ókeypis hanastéli í Ráðhúsinu. Spilltur Stefán Jón er kokhraustur og segir langa hefð vera fyrir slíkum boðum, þar sem Reykjavík kynni starf sitt. Hér á bæ köllum við þetta bara stuld og spillingu, en Stefán sér það ekki, enda búinn að vera of lengi við stjórnvölinn hjá Reykjavíkurborg.