Samkrull ríkisrekins Mogga

Punktar

Sé ekki, að Mogginn geti kvartað mikið yfir samkrulli frétta og skoðana í vefmiðlum. Slík grautargerð hefur áratugum saman einmitt verið einkenni Morgunblaðsins. Flokksblaðamennska og innanflokksblaðamennska hefur gefið tóninn á Mogganum eins og núna gerist á AMX og Smugunni. Mogginn stundar grautargerð í þágu Evrópusambandsins eins og AMX á móti. Munurinn er sá, að Davíð og Styrmir og Óli Björn eru ekki á ríkisframfæri við þá iðju. En Mogginn er hins vegar rekinn af Glitni, sem er í eigu skattgreiðenda. Þeir leggja þessa dagana tvö hundruð milljónir á mánuði með grautargerð Moggans.