Lið frá Háskólanum í Reykjavík sigraði lið Háskóla Íslands í hönnunarkeppni verkfræðinema. Kemur ekki á óvart. Síðari skólinn er að minni reynslu eins ömurlegur og hann var fyrir hálfri öld, þegar ég var þar í námi. Þar ráða enn smákóngar í sjálfstæðum kotríkjum og gæta þess, að enginn skyggi á þá sjálfa. Því ráða þeir undirmálsfólk sem aðjúnkta. Smákóngarnir eru ótrúlega latir, enda geta þeir lítið kennt, nemendur sofa í tímum. Þótt smákóngarnir hafi þegið kaup um áratuga skeið, geta þeir ekki komið frá sér kennslubók. Ósamkeppnishæfur háskóli verður seint einn af þeim þúsund beztu í heimi.
