Samkeppnishæf Norðurlönd

Punktar

Samkvæmt mælingu World Economic Forum hafa Norðurlönd að Íslandi meðtölu sömu samkeppnishæfni á heimsvísu og Bandaríkin. Frá því segir m.a. í BBC. Þessi góði árangur segir, að félagslegur markaðsbúskapur að norrænum hætti er ekki óhagkvæmari en groddalegur markaðsbúskapur að bandarískum hætti. Í mælingunni er ekki tekið tillit til, að Norðurlönd stunda mikla umhverfisvernd, sem Bandaríkin hafna fyrir sitt leyti, af því að hún þrengi svigrúm þeirra til hagvaxtar. Að öllu samanlögðu má telja norræna heimsmynd og lífssýn fara mjög vel út úr þessum samanburði.