Samfylkingin lætur kúgast

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur tekið af skarið. Kosningum verður ekki flýtt vegna peningahnekkis og álitshnekkis þjóðarinnar. Hún segir óráð að hafa kosningar í miðjum björgunarleiðangri. Við hin teljum, að reka þurfi brennuvargana af brunasvæðinu áður en björgunarstörf geta hafizt. Samkvæmt yfirlýsingu hennar ætla brennuvargarnir að stjórna brunaliðinu í rúm tvö ár í viðbót. Samfylkingin er deigur flokkur. Var áður búin að láta keyra tvö álver ofan í kok á sér. Fer létt með að láta formanninn keyra brunalið brennuvarga ofan í kok á sér. Um leið ber flokkurinn fulla ábyrgð á hruninu.