Nánast allir samfylkingarmenn, sem ég þekki, eru komnir í stjórnarandstöðu. Vilja Evrópu. Telja einkavæðingu sjúkdóma orðna að dellu. Mega ekki heyra Björn Bjarnason nefndan, ekki heldur draumamál hans, víkingasveitir, Harald og hleranir. Styðja ísbirni og Paul Ramses. Setja Össur og Björgvin Sigurðs undir smásjá, efast um umhverfisheilindi þeirra. Skilja ekkert í Þórunni og halda að Kristján Möller sé í Framsókn. Undrast beiðni Ingibjargar Sólrúnar um, að Ítalir verði betri við Ramses en Íslendingar voru. Jóhanna er eini ráðherrann, sem þeir eru sáttir við. Stjórnaramstarfið hangir á bláþræði.