Andrés Jónsson krati bloggar oftast skynsamlega. Hann er gáttaður á forustu Samfylkingarinnar. Segir um stuðningsmenn stjórnarinnar: “…töldu líka, að það gæti verið búið að róast ástandið, þegar komið væri fram yfir áramót. Ég sagði að það yrði orðið verra. Þá yrði ábyrgðin líka komin yfir á Samfylkinguna, sem hún var ekki þá. En flokkurinn bakkaði forystuna upp. Það má segja að hann hafi lengt í snörunni.” Ég held, að þetta sé rétt lýsing Andrésar. Samfylkingin er kominn út yfir allan þjófabálk. Hún er komin í snöruna með hinum erkiþjófunum, ríkisstjórninni, bankafólkinu, víkingunum.