Samfylkingin höfð að spotti

Punktar

Frábær er leiðari Björns Inga Hrafnssonar í Fréttablaðinu um Samfylkinguna og Fagra Ísland. Hann gerir stólpagrín að flokki, sem hefur glatað áttum í umhverfismálum. Hefur þingflokksformann, sem segir, að samkvæmt sáttmála ríkisstjórnarinnar gildi Fagra Ísland ekki. Enda berjast tveir ráðherrar flokksins fyrir álverum. Össur Skarphéðinsson vill Húsavík og Björgvin Sigurðsson vill Helguvík. Þrír flokksoddar eru þannig beinlínis andvígir Fagra Íslandi. Því hefur Samfylkingin öðrum hnöppum að hneppa en sinna stefnumálum frá fornöld. Texti Björns Inga er salt í sár dauðvona flokks.