Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gat ekki stillt sig um að herma eftir forverum sínum í utanríkisráðuneytinu. Gerði vinkonu sína að sendiherra. Benti okkur þannig á, að ekkert hefur breytzt. Davíð er líka enn seðlabankastjóri í boði Samfylkingarinnar. Þegar fulltrúi flokksins vék úr bankaráðinu, var kvígildi flokksins skipað í staðinn. Þar með blés Samfylkingin beinlínis á andófið gegn Davíð og treysti varnarmúr hans. Þótt skoðanakönnun hafa kvakað blítt til flokksins um daginn, stefnir valdastaðan flokknum í óefni. Í kosningunum verður Samfylkingunni refsað fyrir að bera ábyrgð á framhaldi hins gamla.