Samfylkingar-hrunið

Punktar

Árni Páll Árnason telur á fésbókinni, að hrun Samfylkingarinnar stafi af hvarfi frá Blair-isma. Árni Páll telur enn, að bezt sé, að hinir ríku verði enn ríkari, svo að meira sáldrist af borðum þeirra til smælingjanna. Trúir enn á bandaríska drauminn, þótt sá hafi orðið sjálfdauður á fyrsta áratug aldarinnar. Raunar hafa hvorki Samfylkingin né Vinstri græn sýnt marktækan áhuga á örlögum fátækra. Það eru sumir aldraðir og öryrkjar, sjúklingar, einstæðar mæður og húsnæðislausir. Mikael Torfason, Gunnar Smári og Vilhjálmur Birgisson eru hver fyrir sig betri málsvari smælingja en Samfylkingin og Vinstri græn eru samtals.