Samfylking gegn víðernum

Punktar

Þeir, sem eru andvígir ofbeldi stjórnvalda gegn ósnortnum víðernum landsins og handafli stjórnvalda gegn niðurstöðu Skipulagsstofnunar, munu ekki eiga neitt skjól hjá Samfylkingunni á næsta kjörtímabili. Hinn nýi leiðtogi hennar og stjarna fólksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur greitt atkvæði með Kárahnjúkavirkjun og þannig skipað sér á bekk með Össuri Skarphéðinssyni og öðrum helztu ráðamönnum Samfylkingarinnar. Þótt Framsókn hverfi úr ríkisstjórn í vor til að sleikja sárin eftir kosningarnar, mun Samfylkingin fylla skarðið og tryggja óbreytta stjórnarstefnu gegn ósnortnum víðernum landsins.