Samningaferli vinnumarkaðarins í vetur hefur verið samfelldur skrípaleikur. Verkalýðsrekendur hafa látið atvinnurekendur komast upp með að taka lífskjör almennings í gíslingu. Enn er komin upp á borð sú krafa, að ríkið láti kvótagreifana í friði. Annars verði bara alls ekki samið. Ríkisstjórnin er svo sökuð um ráðleysi, þegar hún stingur við fótum. Enda skil ég ekki rökin við, að ófært sé að semja um kaup og kjör án aðkomu ríkisins. Af hverju hanga verkalýðsrekendur og atvinnurekendur í pilsfaldi ríkisins? Allir vita, að ríkið hefur ekki efni á gjafmildi. Hættið þessu rugli og farið að semja.