Dagurinn er háður netinu. Þegar ég blogga eða skrifa skýrslu, rekst ég oft á atriði, sem ég er ekki viss um. Þá kemur netið til bjargar, einkum Google, fremur en handbækur eða orðabækur. Ég fletti meira að segja upp í Google, þegar ég er ekki viss um, að ég sé með rétt föðurnafn á Íslendingi. Rétt skal vera rétt. Ég fann, hversu háður ég er, þegar ADSL línan mín frá Símanum dó kl.6 í gærmorgun um leið og ég var búinn að koma bloggi dagsins á netið. Hún var dauð fram á kvöld og auðvitað enga þjónustu að hafa hjá gamla ríkisfyrirtækinu um helgar. Svo lifnaði hún eins og hún dó.