Samband við fólk

Punktar

Ef Frakkar og Hollendingar hafna nýrri stjórnarskrá Evrópu í þjóðaratkvæði um og eftir helgina, munu Bretar fresta sinni atkvæðagreiðslu um óákveðinn tíma. Í náinni framtíð mun Evrópa þá ramba í frígír á alþjóðavettvangi. Kominn er tími fyrir innhverfa íhugun í þessum efnahagsrisa, sem hefur látið undir höfuð leggjast að afla sér fylgis almennings í löndum Evrópu. Allur þorri ríkja Evrópu hefur reynt að troða sér sem fyrst inn í Evrópusambandið, en kjósendur í þessum löndum hafa síðan ekki áhuga á því, þegar takmarkinu er náð. Fyrsta mál sambandsins verður nú að ná sambandi við fólk.